-0.5 C
Selfoss

Þjórshátíð haldin í annað sinn

Vinsælast

Tónlistar- og náttúruhátíðin „Þjórshátíð“ verður haldin á Flatholti við mynni Þjórsárdals, þann 22. júní nk. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin, gegn fyrirhugaðri Hvammsvirkjun, og til þess að vekja athygli á þeirri stöðugu ógn sem náttúru og fallvötnum landsins stafar af virkjanaáformum.

Hátíðin í ár er haldin í samvinnu við „Stelpur rokka!“ til að heiðra minningu Helgu Katrínar Tryggvadóttur frá Hlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, sem lést á síðasta ári. Helga var ötul baráttukona gegn virkjunum í Þjórsá, ein upphafskona Þjórshátíðar og meðal stofnenda Stelpur rokka!

Fram koma: Teitur Magnússon og Æðisgengið, GDRN, Sóley, Gróa, Una Schram, Jóhanna Elísa, Hellidemba, Beebee and the Bluebirds, SiGRÚN, Andy Svarthol og Gunnar Jónsson Collider. Ávörp flytja Steinunn Gunnlaugsdóttir og Hjalti Hrafn Hafþórsson. Þá verður boðið upp á gönguferðir og varningssölu. Þjórshátíð er fjölskylduvæn hátíð og eru allir velkomnir. Aðgangur er ókeypis. Hægt er að styrkja framtakið með frjálsum framlögum og kaupum á varningi tengdum hátíðinni.

Staðsetning: Flatholt í mynni Þjórsárdals. Hátíðin stendur frá kl 14. til kl. 22, laugardaginn 22. júní nk. Verndum Þjórsá!

Nýjar fréttir