2.3 C
Selfoss

Rannsókn á viðhorfum íbúa til þekkingarsetra í héraði

Vinsælast

Á síðari árum hefur verið lögð áhersla á mikilvægi þekkingarsetra og annarra þekkingarsamfélaga á landsbyggðinni. Rannsóknir á þessu sviði eru þó af skornum skammti en nú er verið að bæta úr því með rannsókn á viðhorfum íbúa í þessu sambandi á þremur svæðum; hjá Þekkingarsetri Nýheima á Höfn, Þekkingarsetri Þingeyinga og Háskólafélagi Suðurlands. Rannsóknin nýtur stuðnings frá Byggðarannsóknasjóði og mennta- og menningarmálaráðuneytinu en dr. Anna Guðrún Edvardsdóttir skipuleggur hana. Í þessu sambandi er leitað eftir þátttöku almennings í stuttri skoðanakönnun um málefnið og er hana að finna á síðum Háskólafélagsins, www.hfsu.is og facebook síðu félagsins. Könnunina er einnig hægt að taka á ensku og pólsku.

Háskólafélag Suðurlands rekur eitt af stærri þekkingarsamfélögum landsbyggðarinnar í Fjölheimum (www.fjolheimar.is) þar sem tæplega þrjátíu sérfræðingar hjá á öðrum tug stofnana og fyrirtækja starfa og hundruðir námsmanna og frumkvöðla fá þjónustu á hverju ári, bæði hjá Háskólafélaginu og Fræðslunetinu, auk þess sem t.d. Birta starfsendurhæfing rekur umfangsmikla starfsemi í húsinu.

Sunnlendingar eru hvattir til að taka þátt í umræddri könnun og leggja þannig sitt af mörkum til að efla og bæta þjónustu Háskólafélagsins og samstarfsstofnana þess.

Sigurður Sigursveinsson

Nýjar fréttir