2 C
Selfoss

Heilsueflandi samfélag í Hrunamannahreppi

Vinsælast

Þann 23. maí sl. staðfesti Hrunamannhreppur þátttöku sína í í verkefninu Heilsueflandi samfélag með undirskrift við Landlækni. Undirskriftin fór fram í blíðskaparveðri í Lækjargarðinum á Flúðum.

Meginmarkmið Heilsueflandi samfélags er að styðja samfélög í að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa. Með undirskriftinni staðfesti sveitarfélagið að það muni hafa þessi markmið að leiðarljósi hjá sér.

Á síðasta ári var tekin sú ákvörðun að fara í verkefnið og í byrjun árs var Gunnar Gunnarsson, íþrótta- og heilsufræðingur, ráðinn sem verkefnastjóri og er hann að vinna að innleiðingu á verkefninu. Einnig hefur verið stofnaður stýrihópur sem vinnur með verkefnastjóra.

Félagasamtök og stofnanir á svæðinu hafa tekið mjög vel í að koma að verkefninu og var einnig skrifað undir samstarfssamninga við þau þennan dag.

Verið að gera þarfagreiningu og er hægt er að nálgast á bæði heimasíðu sveitarfélagsins og fésbókarsíðu og eru allir íbúar Hrunamannahrepps hvattir til að taka þátt í henni.

Nýjar fréttir