-1.1 C
Selfoss

Ferðafélag barnanna á Suðurlandi

Vinsælast

Ferðafélaga Árnessinga er um þessar mundir að koma á stað verkefninu Ferðafélag barnanna á Suðurlandi. Ferðafélag barnana er 10 ára í ár og Ferðafélag Árnesinga líka.

„Við höfum fengið góðan liðsmann til að halda utan um þetta, Díönu Gestsdóttir, en hún hefur verið að fara með Ferðafélagi barnanna hjá Ferðafélagi Íslands. Þrjár göngur eru fyrirhugaðar í sumar. Fyrsta er fimmtudaginn 13. júní og er það Hamarinn í Hveragerði. Farið verður frá Íþróttahúsinu kl. 17.00,“ segir Björg Halldórsdóttir , formaður Ferðafélags Árnessinga.

Allar upplýsingar um ferðina og það sem þarf að hafa í huga er á Facebook-síðu Ferðafélags barnnana á Suðurlandi og á www.ffar.is.

„Í svona ferðum er nauðsynlegt að vera með nesti. Einnig þarf alltaf að huga að veðri og vera með auka peysu, vettlinga og vindstakk. Veðurpáinn er að vísu einstaklega góð fyri 13. júní. Við hvetjum foreldra og/eða afa og ömmur til taka þátt í þessu með okkur. Gönguferð í góðum félagskap og nestisstopp er góð minning. Hlökkum til að sjá ykkur,“ segir Björg.

Nýjar fréttir