3.4 C
Selfoss

Þrjú kvenfélög gáfu til heilsugæslunnar í Rangárþingi

Vinsælast

Kvenfélögin Eining í Holtum, Framtíðin í Ásahreppi og Sigurvon í Þykkvabæ komu færandi hendi á heilsugæsluna í Rangárþingi á vordögum og færðu stofnuninni lífsmarkamæli að gjöf að verðmæti 497.267 kr.

Lífsmarkamælirinn mælir blóðþrýsting, púls, súrefnismettun og líkamshita. Tækið er á hjólum svo auðvelt er að færa það á milli herbergja á stöðinni. Tækið hefur þegar verið tekið í notkun og á án efa eftir að nýtast mjög vel.

Eru kvenfélögunum færðar innilegar þakkir fyrir stuðninginn en kvenfélögin í Rangárþingi hafa stutt dyggilega við heilsugæsluna í áratugi og er sá stuðningur ómetanlegur.

Nýjar fréttir