-6 C
Selfoss

Flugslys við Fljótshlíð

Vinsælast

Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi kemur eftirfarandi fram.  Laust eftir 20:30 í kvöld barst tilkynning um flugslys nálægt flugvellinum við Múlakot í Fljótshlíð. Eldur var þá laus í flugvélinni. Fjölmennt lið lögreglu, slökkviliðs og sjúkraflutninga HSU, ásamt tveimur þyrlum Landhelgisgæslunnar fóru á staðinn.
Alls voru fimm aðilar í flugvélinni og eru allir alvarlega slasaðir.
Rannsóknardeild Lögreglustjórans á Suðurlandi fer með rannsókn málsins og nýtur aðstoðar Rannsóknarnefndar samgönguslysa og tæknideildar Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu.
Jafnframt hefur viðbragsteymi Rauðakross Íslands verið sent á vettvang til að veita vitnum að atvikinu sálrænan stuðning.

Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

Nýjar fréttir