-0.5 C
Selfoss

Fimm nemendur útskrifaðir á hestalínu í FSu

Vinsælast

Fimm nemendur, þar á meðal Svanhildur Guðbrandsdóttir dúx FSu vorið 2019, útskrifuðust af hestabraut Fjölbrautaskóla Suðurlands laugardaginn 25. maí sl.

Svanhildur Guðbrandsdóttir sem er frá Syðri-Fljótum við Kirkjubæjarklaustur og Dagbjört Skúladóttir frá Þórustöðum í Ölfusi voru verðlaunaðar fyrir góðan árangur í hestatengdum fögum við þessa útskrift. Svanhildur þreytti einnig afar gott verklegt próf í 5. stigi knapamerkjakerfisins fyrir páska. Í kjölfarið var henni boðið að sýna prófverkefnið á kynningu á knapamerkjakerfinu sem fór fram 1. mai í Samskipahöllinni í Kópavogi.

Svanhildur til hægri á Pitti frá Víðivöllum fremri, ánægð eftir vel heppnaða kynningu á prófi í knapamerkjum 5 á degi íslenska hestsins. Knapinn til vinstri er Hafþór Hreiðar Birgisson en hann sýndi 4. stigs prófið á kynningunni.

Fyrsti maí er ekki bara verkalýðsdagurinn, heldur einnig alþjóðlegur dagur íslenska hestsins. Upp á hann er haldið víða um heim með ýmsum sýningum og uppákomum eins og þessari sýningu sem fór fram hjá Hestamannafélaginu Spretti. Verklegt 5. og síðasta stig í knapamerkjum er afar krefjandi fimiprógramm sem reynir mikið á samspil manns og hest. Þetta próf er eitt af mörgum verkefnum sem nemendur á 3. ári á hestabraut fara í gegnum á sínum nemendahestum.

Nýjar fréttir