-0.5 C
Selfoss

McLaren Senna á hringferð um landið

Vinsælast

McLaren Senna verður seint kallaður fjöldaframleiddur bíll en hann var handsmíðaður í Englandi í alls 500 eintökum. Í samtali við ökumanninn kom fram að líklega myndi hann ekki skorta afl í að aka upp Kambana því vélin skilar rétt tæpum 800 hestöflum. Mótorinn er 4.0 L og átta strokka V vél. Samkvæmt Wikipedia er listaverð á svona tæki 837.000$ eða tæpar 103 milljónir króna.

„Það hefur gengið vel að aka bílnum á íslenskum vegum fyrir utan að á norðaustanverðu landinu lentum við í dálitlu frosti sem ekki hentaði sumardekkjunum sérstaklega vel. Það þarf bara að passa sig að vera frekar nettur á pedalanum, segir ökumaður bílsins.

Ferðamennirnir eru á ferðalagi með öðrum bílum af svipuðum toga. Aðspurður að því hvað drægi þau til Íslands á bílum sem þessum segir ökumaðurinn: „Okkur hefur alltaf langað til þess að skoða landið. Þetta fannst okkur vera tilvalin leið til þess að njóta náttúrunnar og þess sem landið hefur uppá að bjóða. Það spillir ekki fyrir að gera það á þessum bíl“, segir hann kíminn.

Krakkar hópuðust fljótlega að bílnum og lítið mál var að fá að fara inn og prófa að setjast í farþegasætið. Fólkið klárar ferðalag sitt í dag og heldur heim á leið í fyrramálið en ætlunin er að njóta veðurblíðunnar á Suðurlandi þennan síðasta dag ferðarinnar.

Nýjar fréttir