1.7 C
Selfoss

Heimsókn til Fúsa Kristins á Bankaveginn

DFS TV leit við hjá Sigfúsi Kristinssyni á skrifstofu hans á Bankaveginum á Selfossi. Sigfús er höfðingi heim að sækja og tók vel á móti blaðamönnum. Við ræddum um starfið, Gamla bankann sem var reistur á Selfossi fyrir 100 árum, brunn sem Sigfús hefur sett í stand og var notaður sem vatnsveita í nokkur hús á Selfossi frá 1932 þar til vatnsveitan kom. Þá endum við heimsóknina í litlu safni sem Sigfús hefur komið upp í litlu húsi í garðinum hjá sér. Í safninu eru ýmsir munir sem hann hefur safnað í gegnum tíðina.

Fleiri myndbönd