-1.1 C
Selfoss
Home Fréttir Svanhildur dúx FSu á vorönn 2019

Svanhildur dúx FSu á vorönn 2019

0
Svanhildur dúx FSu á vorönn 2019
Svanhildur Guðbrandsdóttir dúx FSu á vorönn 2019. Mynd: FSu.

Samtals brautskráðust 105 nemendur frá Fjölbrautskóla Suðurlands laugardaginn 25. maí sl. Sex nemendur luku námi á húsasmíðabraut, þar af einn sem einnig lauk námi á stúdentsbraut. Fimm nemendur luku námi í rafvirkjun, fimm í vélvirkjun, þar af einn sem einnig lauk námi í grunnnámi rafiðna. Tveir nemendur luku í grunnnámi bíliðna, þar af einn sem einnig lauk námi á stúdentsbraut, fimm luku  rafiðna, einn á listnámsbraut og fjórir á starfsbraut. Þá brautskráðust 80 stúdentar, 41 af opinni línu, tíu af félagsgreinalínu, níu af viðskipta- og hagfræðilínu, fimm af hestalínu, fimm af íþróttalínu, þrír af náttúrufræðilínu, þrír af listalínu, tveir af alþjóðalínu og loks tveir nemendur sem luku námi á stúdentsbraut að loknu starfsnámi.

Svanhildur Guðbrandsdóttir er dúx FSu á vorönn 2019. Sigurlín Franziska Arnarsdóttir, Álfheiður Østerby og Svanhildur Guðbrandsdóttir hlutu viðurkenningu frá Hollvarðasamtökum FSu. Álfheiður Østerby hlaut Menntaverðlaun Háskóla Íslands fyrir framúrskarandi árangur á stúdentsprófi og eftirtektarverðan árangur á sviði leiklistar. Álfheiður fékk að auki verðlaun fyrir prýðilegan árangur í íslensku, sögu og stærðfræði. Svanhildur Guðbrandsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í hestatengdum greinum. Katrín Vigfúsdóttir hlaut viðurkenningar fyrir góðan árangur í íslensku og myndlist. Rakel Ósk H. Antonsdóttir hlaut viðurkenningar fyrir góðan árangur í dönsku og spænsku. Julita Irena Figlarska hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í heimspeki og félagsfræði. Sóley Mist Albertsdóttir fékk verðlaun fyrir góðan árangur í spænsku, Sigurlín Franziska Arnarsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir mjög góðan árangur í viðskiptagreinum, Dominika Ewa Ostaszewska hlaut verðlaun fyrir góðan árangur í þýsku, Lilja Ragnarsdóttir hlaut verðlaun fyrir góðan árangur í þýsku, Þórey Ósk Arnarsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í stærðfræði, Freyja Friðriksdóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur og dugnað í íþróttum og íþróttafræðum, Dagbjört Skúladóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í hestatengdum greinum og Kristján Örn Benediktsson hlaut verðlaun fyrir góða námsástundun og mannbætandi nærveru. Matthías Bjarnason hlaut viðurkenningu fyrir framlag sitt til félagslífs nemenda skólaárin 2017-2019.

Mynd:

(Svanhildur Guðbrandsd)

Svanhildur Guðbrandsdóttir dúx FSu á vorönn 2019. Mynd: FSu.