3.9 C
Selfoss

Rangárþing ytra gerir samstarfssamning við Golfklúbbinn Hellu

Vinsælast

Golfklúbburinn Hella og Rangárþing ytra undirrituðu nýlega samning til fjögurra ára til eflingar golfi í héraði og til að auðvelda yngri sem eldri íbúum sveitarfélagsins þátttöku í þessari heilsueflandi íþrótt.

Vel flestir golfspilarar þekkja völlinn á Strönd enda er hann einn sá glæsilegast á öllu landinu. Á Strönd er frábær aðstaða til golfiðkunar þar sem jafnframt fer fram öflugt æskuðlýðs- og ungmennastarf.

Samningurinn mun efla samstarf Rangárþings ytra og Golfklúbbsins Hellu. Með honum er fyrst og fremst verið að tryggja öflugt starf barna- og unglinga sem og að eldri borgarar geti spilað endurgjaldslaust á vellinum á föstum æfingatímum. Opinn dagur verður haldinn árlega þar sem öllum íbúum Rangárþings ytra býðst að koma á Strönd, kynna sér aðstæður og spila hring á vellinum. Með samningnum eru félaginu tryggðir fjármunir til starfseminnar sem nema 2.800.000 kr. á tímabilinu.

Golfvöllurinn á Strönd. Mynd: RY.

Allir mega alltaf koma og spila endurgjaldslaust á pútt æfingavelli, 6 holu æfingavelli og á opnu æfingasvæði við vallarhúsið. Hægt er að fá golfbolta á Strönd sem og að leigja kylfur, golfsett og golfbíl fyrir þá sem það kjósa.

Á Strönd er einnig frábær veitingastaður „Strönd Restaurant“. Nánari upplýsingar um golfvöllinn á Strönd er að finna á www.ghr.is.

Nýjar fréttir