-6.6 C
Selfoss

Vegleg verðlaun í boði fyrir flottustu grillveisluna á Kótelettunni

Vinsælast

Eins og undanfarin ár er fólk á Selfossi hvatt til að bjóða til grillveislu og hafa gaman á Kótelettunni. Flottasta grillveislan verður verðlaunuð að venju og vinningshafarnir fá glæsilega vinninga. Það eina sem fólk þarf að gera er að hringja í vin og halda skemmtilega grillveislu, taka skemmtilegar og líflegar myndir og setja þær inn á Instagram með myllumerkinu (hashtag) #grillpartyarsins2019 eða senda í tölvupósti á grillveisla@kotelettan.is fyrir kl. 20:00 laugardagskvöldið 8. júní. Kótelettubíllinn
ásamt dómnefnd mun svo mæta í flottustu grillveisluna kl. 21:00 og afhenda glæsileg verðlaun.

Nú er um að gera að byrja að bjóða vinum og vandamönnum í flottustu grillveisluna í ár!
Á meðal vinninga eru: 10 kg af grillkjöti, 10 pokar af snakki, 10 lítrar af gosi, 10 helgarpassar á Kótelettuna árið 2020 og 10 kassar af bjór.
Nánari upplýsingar má finna á kotelettan.is.

Nýjar fréttir