-5.5 C
Selfoss

Eldaður kjúklingur – skorinn eða rifinn

Vinsælast

Sunnlenski matgæðingurinn er Sigurður Svanur Pálsson. „Ég vil þakka Halli fyrir áskorunina. Nú lenti ég í vandræðum enda ekki mikill uppskriftakall. Þegar röðin er komin að mér er það meira svona: ,„Hvað er til í ísskápnum sem gæti passað saman,“ eða gripið eitthvað girnilegt úr hillunum í búðinni. Eftir að hafa gruflað svolítið í hausnum fann ég rétt sem datt saman í skápaleitinni fyrir nokkrum árum og heppnaðist líka svona vel.“

Eldaður kjúklingur (skorinn eða rifinn)
Bakaðar baunir
Nýrnabaunir
Maísbaunir
Kotasæla
Sýrður rjómi
Niðursoðnir tómatar
Salsasósa

Öllu gluðað saman í skál og leyfa sleifinni að taka á því. Hellt í eldfast form, ostur yfir og bakað. Einfalt og ljúffengt. Ég tek ekki ábyrgð á vindverkjum sem geta fylgt í kjölfarið.

Einnig var skorað á mig að gefa loksins uppskrift að piparostasósunni minni en hún hentar með öllu hvort sem það heitir nautasteik, kjúklingur, franskar eða bara sem súpa í eftirrétt.

150 g smjör
Saxaðir sveppir
Steyptur piparostur
Nautakraftur
Agave-sýróp
Rjómi

Bræðið smjörið í potti og steikið sveppina upp úr því. Hellið rjóma og myljið ostinn út í. Nautakraftinum skellt í og hrært í þar til osturinn er bráðnaður. Þá er agave-sýrópið sett út í og smakkað til, salt og pipar ef þarf. Að lokum er gott að setja ískalt vatn út í en það gefur ákveðinn ferskleika. Athugið að þetta er ostasósa og má þar af leiðandi alls ekki sjóða, því þá kemur strax ástarbragð.

Að lokum vil ég skora á félaga minn Ívar Grétarsson, pípulagningameistara.

Nýjar fréttir