3.9 C
Selfoss

Fleiri ferðamenn heimsækja Fischersetur á Selfossi

Vinsælast

Fischersetrið opnaði 15. maí sl. og verður opið daglega kl. 13–16 til 15. september nk. Auk þess verður setrið opið á hverju kvöldi kl. 19:30–21:30 frá 1. júní til 15. september.

Í setrinu eru til sýnis ýmsir hlutir og myndir tengdir heimsmeistaranum í skák Bobby Fischer. Hann varð heimsmeistari í skák er hann tefldi á móti Boris Spassky í Reykjavík, 1972. Hlutir og myndir frá þessu heimsmeistaraeinvígi eru til sýnis í setrinu. Ennfremur myndir frá því tímabili er hann varð íslenskur ríkisborgari og dvöl hans hér á landi síðustu æfiár sín.

Margir líta svo á að þessi viðburður hafi komið Íslandi á kortið og hafi verið undanfari leiðtogafundarins í Höfða 1986.

Fischersetur á Selfossi.

Lang stærstur hluti þeirra ferðamanna er heimsækja Setrið eru erlendir ferðamenn og varð töluverð aukning í fjölda heimsókna í fyrra m.v. sumarið áður. Ennfremur koma alltaf reglulega erlendir fjölmiðlamenn sem eru að skrifa eða gera fræðsluþætti um einvígið og Bobby Fischer. Nokkrir ferðamenn hafa gagngert heimsótt Ísland til að koma í Fischersetur og að gröf Fischers.

Hvað kvöldopnunina varðar þá er það tilraunaverkefni sem styrkt er af bænum þar sem bærinn útvegar starfsmenn. Dagopnunin er í höndum 16 sjálfboðaliða og í sumar eru það eftirfarandi einstaklingar í stafrófsröð: Aðalsteinn Geirsson, Árni Erlendsson, Böðvar Jens Ragnarsson, Eiríkur Harðarson, Eysteinn Jónasson, Gísli Sigurðsson, Guðmundur Lýðsson, Hjörtur Þórarinsson, Ólafur Bjarnason, Ólafur Jónsson, Óli Þ. Guðbjartsson, Óskar H. Ólafsson, Ragnar Gíslason, Vilhjálmur Sörli Pétursson, Þórður Guðmundsson og Örlygur Karlsson. Auk þess aðstoða starfsmenn Vax og Sjafnarblóma. Fyrir þetta óeigingjana framlag sjálfboðaliðanna er stjórn og framkvæmdaráð Fischerseturs ákaflega þakklát.

Nýjar fréttir