5 C
Selfoss

Fjölbreytt menningarveisla Sólheima hefst á morgun

Vinsælast

Menningarveisla Sólheima 2019 hefst á morgun laugardaginn 1. júní klukkan 13:00 með setningu við Grænu könnunna. Strax eftir setningu verður gengið inn og skoðuð samsýning vinnustofa Sólheima. Þar hittir fólk líka talandi Páfagaukinn Emmu. Börn fá sykurlausan ís í brauðformi í tilefni dagsins.

Fyrstu tónleikar sumarsins verða síðan í Sólheimakirkju klukkan 14:00. Að venju verða það íbúar Sólheima sem taka lagið með gestum. Hallbjörn Rúnarsson kannar hvort „Leitin af sumrinu“ hafi borið árangur og fær til sín leikara úr Sólheimaleikhúsinu. Allir hafa eitthvað um veðrið að segja. Klukkan 15:00 verður síðan hægt að kaupa sér góðar veitingar í kaffihúsinu Grænu könnunni. Sólheimar eru hluti af verkefninu „Borg í sveit“ og bjóða alla hjartanlega velkomna.

Hvað höfum við gert
Stjörnu-Sævar Helgi Bragason verður með fyrirlestur um þættina „Hvað höfum við gert“ í Sesseljuhúsi sunnudaginn 2. júní klukkan 14:00. Mælt er með því að gestir leggi leið sína í Sesseljuhús og skoði afleiðingar og mögulegar lausnir gegn hnattrænni hlýnun.

Verslunin Vala, kaffihúsið Grænan kannan og sýningar verða opin kl. 12:00-18:00 alla daga í sumar.

 

Nýjar fréttir