-1.1 C
Selfoss

Ráðið í stöður atvinnu- og kynningarfulltrúa í Skaftárhreppi

Vinsælast

Kirkjubæjarstofa fékk styrk frá SASS til að fylgja eftir árangri af verkefninu Brothættar byggðir – Skaftárhreppur til framtíðar. Í framhaldi af því hafa  tveir starfsmenn verið ráðnir sem skipta með sér verkum. Það eru þær Þuríður Benediktsdóttir, áður starfsmaður Skaftárhrepps til framtíðar, og Lilja Magnúsdóttir, ritstjóri eldsveita.is. Þær munu starfa á Kirkjubæjarstofu og verða til viðtals eftir samkomulagi.

Þuríður verður atvinnufulltrúi í Skaftárhreppi í samstarfi við atvinnumálanefnd. Hún mun veita fyrirtækjum aðstoð og ráðgjöf við umsóknir og skýrslugerð varðandi atvinnuskapandi verkefni og stuðla að fjölbreyttri atvinnustarfsemi í Skaftárhreppi. Þuríður mun einnig fylgja eftir aðgerðaáætlun um framtíðarsýn til 2020 sem unnin var af íbúum Skaftárhrepps í verkefninu Skaftárhreppur til framtíðar

Saman munu þær Þuríður og Lilja sækja um verkefnastyrki fyrir Skaftárhrepp og Kirkjubæjarstofu.

Lilja verður kynningarfulltrúi. Hún heldur utan um kynningarmál, yfirfer og samræmir kynningarefni á þeim vefsíðum sem tilheyra sveitarfélaginu og undirbýr gerð nýrrar vefsíðu fyrir klaustur.is. Hún vinnur með menningarmálanefnd að undirbúningi menningarviðburða í Skaftárhreppi, ásamt því að vinna reglubundið að því að skrifa fréttir og auglýsa viðburði, jafnt innan sveitar sem utan. Íbúar í Skaftárhreppi eru hvattir til að láta vita af fréttefni og viðburðum sem þeir vilja koma á framfæri.

Íbúar eru hvattir til að hafa samband í tölvupósti: Þuríður framtid@klaustur.is og Lilja kynning@klaustur.is.

Nýjar fréttir