-5.2 C
Selfoss

10 ára afmælishátíð Kótelettunnar um hvítasunnuna

Vinsælast

Undirbúningur vegna tónlist­ar­hátíðarinnar Kótelettunnar er í full­um gangi. Hátíðin fagnar í ár 10 ára afmæli sínu með glæsilegri þriggja daga tónlistarveislu á Sel­fossi dag­ana 7. til 9. júní nk., um hvítasunnu­helgina.

Dagskráin verður með veg­legra móti í ár. Í fyrsta sinn mun rokkarinn Eiríkur Hauksson mæta á svæðið ásamt hljómsveit­inni Dúndurfréttum. Eiríkur hef­ur ekki komið fram opinberlega á Suð­ur­landi í yfir 30 ár. Yfir tutt­ugu lista­menn leika á hátíðinni en fram koma m.a. Jónas Sig, Salka Sól, Bjöggi Halldórs, Stjórn­in, Herra Hnetu­smjör, Stebbi Hilmars, Hug­inn o.fl. Sjá má dag­skrána inni á heimasíðu hátíðar­innar á www.kotelettan.is. Þar fer einnig fram í fyrsta sinn miðasala á hátíð­ina og í Gallerí Ozone Selfossi þar sem hægt er að tryggja sér helg­arpassa á góðu verði.

Svo verður auðvitað boðið upp á grillveislu í Sig­túnsgarðinum og grillað út um allan bæ.
„Við erum ákaflega stolt af dagskránni í ár þar sem eitthvað er að finna fyrir allan aldur. Undir­búningur hefur gengið vel og er mikil tilhlökkun í okkar herbúðum að fagna þessu 10 ára afmæli nú um hvítasunnu­helg­ina,“ sagði Einar Björnsson, fram­kvæmdastjóri hátíðarinnar.

Nýjar fréttir