Nýlega var dreift í hús í Sveitarfélaginu Árborg veggspjaldi með helstu viðburðum sem eru á dagskrá í sveitarfélaginu á þessu ári. Þar kennir ýmissa grasa.
Sjómannadagurinn verður að venju haldinn hátíðlegur á Eyrarbakka og Stokkseyri sunnudaginn 2. júní.
Þann 6. júní hefst sumarlestur Bókasafns Árborgar á Selfossi. Þar er um að ræða ókeypis lestrarhvetjandi námskeið fyrir krakka í 2.–5. bekk. Í sumar er þemað risaeðlur.
Bæjar-, fjölskyldu- og tónlistarhátíðin Kótelettan verður haldin 6.–10. júní. Hátíðin á 10 ára afmæli í ár. Boðið er upp á fjölbreytta og skemmtilega hátíð með fjölda landsþekktra skemmtikrafta. Einnig verður keppst við að grilla og fjöldi matvælaframleiðenda kynnir framleiðslu sína.
Störf rófubóndans Guðmundar á Sandi verða í aðalhlutverki á ljósmyndasýningu Vigdísar Sigurðardóttur sem opnar í borðstofu Hússins 15. júní.
Skipulagðar skemmtanir verða á þjóðhátíðardaginn 17. júní á Selfossi, Eyrarbakka og Stokkseyri.
Jónsmessuhátíðin verður haldin á Eyrarbakka 22. júní. Þar verður fjölbreytt dagskrá, varðeldur, hópsöngur o.fl.
Bifreiðaklúbbur Suðurlands, í samstarfi við bílaumboð á svæðinu, verður með bílasýningu á planinu við Jötun 22. júní. Þar verður einnig fornbílum stillt upp til sýnis.
Helgina 5.–6. júlí verður bryggjuhátíð á Stokkseyri. Þar verður varðeldur og bryggjusöngur ásamt fjölbreyttri fjölskyldudagskrá.
Þann 27. júlí verður „Stefnumót við Múlatorg“ á Selfossi. Þar verður ljósmynda- og plöntusýning ásamt lifandi tónlist. Einnig markaður með plöntum, handverki og listmunum.
Sumar á Selfossi verður dagana 8.–11. ágúst. Þá mun bærinn skarta fögrum litum og klæðast einstökum búningi. Tónleikar verða á fimmtudags- og föstudagskvöld í stóru tjaldi í Sigtúnsgarðinum. Morgunverðurinn verður á laugardagsmorgun ásamt fjölskyldudagskrá, sléttusöng og flugeldasýningu um kvöldið.
Í september verða sýningin „Bækur og bakkelsi“ í Húsinu á Eyrarbakka. Sýningun mun varpa ljósi á matartísku fyrr og nú með texta og myndum ásamt öðrum fróðleik tengdum mat og uppskriftum. Á sýningaropnun verður hægt að smakka ýmislegt spennandi.
Menningarmánuðurin október verður allan mánuðinn með ýmsa menningarviðburði.
Þann 21. nóvember verða jólaljósin kveikt í Árborg fyrir framan Bókasafn Árborgar.
Fyrsti jólaglugginn verður opnaður, venju samkvæmt, þann 1. desember. Jónasveinarnir koma síðan úr Ingólfsfjalli 14. desember. Þeir kveðja svo á þrettándanum 6. janúar 2020.
Auk ofangreindra viðburða verður fjöldi íþróttaviðburða á dagskrá Í Árborg í sumar. Má þar nefna Selfossmótið í knattspyrnu fyrir 7. flokk karla 1.–2. júní, Lindexmótið í knattspyrnu fyrir 6. flokk kvenna 6. júní, Set-mótið í knattspyrnu fyrir 6. flokk karla 8.–9. júní, Kvennahlup Sjóvá og ÍSÍ 15. júní, Miðviku MX–mótokross 19. júní, Meistaradeild Olís í knattspyrnu fyrir 5. flokk karla 9.–11. ágúst og Brúarhlupið á Selfossi 10. ágúst. Auk þess verður fjöldi leikja í knattspyrnu, bæði karla og kvenna, og frjálsíþróttamót á Selfossvelli.