-6.3 C
Selfoss
Home Fréttir Fjör í Flóa hefst í dag með tónleikum í Forsæti

Fjör í Flóa hefst í dag með tónleikum í Forsæti

0
Fjör í Flóa hefst í dag með tónleikum í Forsæti

Fjölskyldu- og menningar­hátíð­in Fjör í Flóa verður haldin dagana 24.–25. maí í Flóahreppi um helgina. Þar verður boðið upp á frábæra skemmtun fyrir alla fjölskyld­una. Hátíðin hefst í raun í dag fimmtudag með tónleikum fyrir eldri borgara Flóahrepps hjá Tré og list í Forsæti.

Á föstudag verða skrifstofa Flóahrepps og leikskólinn Krakkaborg opin ásamt Ullarvinnslunni Þingborg og Gallerí Flóa. Kaffisamsæti verður í Þjórsárveri og kvöldganga frá Hurðarbaki að hótelinu í Hnausi.

Á laugardag verður morgunverður í Félagslundi og síðan Brokk og skokk. Einnig vefður ýmislegt um að vera í Þingborg frá kl. 11–17. Tónahátíð í Flóahreppi verður með stórtónleika í Félagslundi um kvöldið þar sem hljómsveit Unnar Birnu og Björns Thoroddsen sjá um að skemmta fólki.

Dagskrána má sjá hér að neðan: