-12.1 C
Selfoss
Home Fréttir Selfyssingar Íslandsmeistarar í handbolta 2019

Selfyssingar Íslandsmeistarar í handbolta 2019

0
Selfyssingar Íslandsmeistarar í handbolta 2019
Leikmenn og áhorfendur fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum ákaft í leikslok. Mynd: ÖG

Karlalið Selfoss í handknattleik varð í kvöld Íslandsmeistari er liðið bar sigurorð af Haukum í Hleðsluhöllinni á Selfossi. Óhætt er að segja að Selfyssingar hafi rúllað Haukum upp því þeir unnu leikinn með tíu mörkum, 35:25. Er þetta jafnframt fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins í boltaíþróttum í meistaraflokki.

Íslandsmeistarar Selfoss 2019. Mynd: ÖG.

Hleðsluhöllin var troðfull og gríðarleg steming. Vínrauði liturinn var allsráðandi og áhorfendur létu vel í sér heyra. Þetta var fjórði leikur Selfoss og Hauka og staðan í einvíginu fyrir leikinn var 2:1 fyrir Selfoss. Greinilegt var að Selfyssingar ætluðu að klára þetta einvígi og landa Íslandsmeistaratitlinum á heimavelli fyrir framan stuðningsmenn sína. Þeir byrjuðu vel og héldu út allan leikinn.

Hleðsluhöllin á Selfossi var troðfull og vínrauði liturinn allsráðandi. Mynd: ÖG.

Haukar byrjuðu leikinn ágætlega og komust í 0:2 og 1:3. Selfyssingar voru ekki lengi að jafna í 3:3 og bættu tveimur mörkum við og komust í 5:3. Um miðjan hálfleikinn voru þeir með tveggja marka forystu 7:5. Haukar jöfnuðu í 7:7 en Selfyssingar komust aftur yfir 9:7. Á 24. mínútu tóku Haukar leikhlé en þá var staðan 11:8. Það skilaði ekki miklu því þegar flautað ver til leikhlés voru Selfyssingar fimm mörkum yfir 16:11.

Haukar náðu ekki að minnka þennan mun og hélst hann fyrri hluta síðari hálfleiks. Selfyssingar náðu að auka hann og útlitið var orðið bjart hjá heimaliðinu. Haukar tóku leikhlé á 40. mínútu en þá var staðan orðin 23:14 og munurinn níu mörk. Haukar reyndu að koma sér betur inn í leikinn en það gekk ekki. Selfyssingar skoruðu alltaf jafnharðan. Þegar flautað ver til leiksloka var staðan 35:25 og glæsilegur tíu marka sigur Selfyssinga í höfn.

Mikill fögnuður þegar Íslandsbikarinn var afhentur. Mynd: ÖG.

Á eftir fór Íslandsbikarinn á loft og Selfyssingar fögnuðu ákaft. Þeir unnu einvígið samtals 3:1. Árangurinn er sammarlega gælsilegur. Fyrst 2:0 sigur gegn ÍR í 8-liða úrslitum, síðan 3:0 sigur á Val í undanúrslitum og svo 3:1 sigur á Haukum í úrslitaeinvíginu.

Mörk Selfoss í kvöld skoruðu: Elvar Örn 11/2, Alexander Már Egan 5, Atli Ævar 4, Árni Steinn 4, Haukur 4, Guðni 3, Guðjón Baldur 2, Nökkvi Dan 1 og Sverrir 1. Sölvi varði 15/1 skot og  Pawel 1/1.
Mörk Hauka skoruðu: Ásgeir Örn 6, Brynjólfur Snær 4, Einar Pétur 3/1, Tjörvi 3, Heimir Óli 2, Daníel Þór 2, Halldór Ingi 2, Orri Freyr 1/1, Grétar Ari 1 og Adam Haukur 1. Grétar Ari varði 11 skot og Andri 2/2.