-4.5 C
Selfoss

Stemningin magnast upp á Selfossi

Vinsælast

Fjórði leikur Selfyssinga og Hauka í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta fer fram í Hleðsluhöllinni á Selfossi á morgun miðvikudag kl. 19:30. Staðan í einvíginu er 2:1 fyrir Selfoss og með sigri í leiknum geta Selfyssingar tryggt sér titilinn í fyrsta skipti.

Mikil spenningur og áhugi er á Selfossi fyrir leiknum og má búast við fullu húsi. Forsala miða verður í dag kl. 18 til kl. 20. í Hleðsluhöllinni. Vissara er fyrir fólk að tryggja sér miða í tíma því fastlega má búast við að uppselt verði á leikinn.

Hægt er að kaupa vínrauðar treyjur í Sportbæ.

 

Nýjar fréttir