3.9 C
Selfoss

Grefur sig í gegnum staflana og kaupir alltaf eitthvað

Vinsælast

„Við erum með notaðar bækur til sölu við innganginn hér á Selfossi. Það eru bækur sem fólk hefur komið og gefið okkur. Fólk kemur hingað með kassa af bókum sem við förum í gegnum, notum það sem við getum notað úr gjöfinni, flokkum og seljum og sumu hendum við. Við bætum reglulega í söluborðið,“ segir Hrönn Sigurðardóttir hjá Bókasafni Árborgar á Selfossi.

„Það fer glettilega mikið af þessu. Þessar bækur kosta náttúrulega ekki neitt, 100 kall stykkið. Þannig að við erum sífellt að bæta á. Síðastliðin tvö ár höfum við verið með stærri bókamarkaði í tengslum við bæjarhátíðina Sumar á Selfossi. Þá röðum við bókum í tröppurnar hérna úti. Þá eru mismunandi verð á þeim. Þær eru þá oftast veglegri gjafir sem við höfum geymt annað hvort niður í kjallara eða upp í hyllu. Það koma hingað hinir og þessir og kaupa bækur. Við fáum t.d. alltaf einn sem er bókasafnari. Hann kemur reglulega og grefur sig í gegnum staflana og kaupir alltaf eitthvað. Ágóðinn af sölu notuðu bókanna fer í sjóð sem við notum í fræðsluferðir fyrir starfsmenn safnsins.“

Nýjar fréttir