3.9 C
Selfoss

Gott framboð af notuðu bókum á Selfossi

Vinsælast

Þeir sem hafa yndi af að grúska í bókum og jafnvel safna bókum geta án efa fundið ýmislegt skemmtilegt á Selfossi. Þar er á þremur stöðum hægt að kaupa notaðar bækur fyrir gott verð. Bókakaffið á Selfossi selur bæði nýjar og notaðar bækur. Þar eru um 20.000 titlar notaðra bóka á skrá og er m.a. hægt að skoða notuðu bækurnar á netinu á netbokabud.is. Í Bókasafni Árborgar er hægt að kaupa notaðar bækur fyrir 100 krónur. Einnig er mikið magn af notuðu bókum til sölu hjá Nytjamarkaðnum á Selfossi. Þar ræður bókaormurinn hvað hann greiðir fyrir bókina.

Erum með yfir 20.00 titla af notuðum bókum
„Við erum með yfir 20.000 titla af notuðum bókum. Hér fyrir innan í búðinni eru notaðar bækur, allt verðmerkt á fyrstu blaðsíðu. Þetta er allt flokkað og kostar frá 300 upp í 100.000 kall. Við fáum líka gám frá Ameríku með notuðum bókum, helst á ensku, fyrir túristana. Við innganginn erum við með allar bækur á 700 kr. og tvær á 1.000 kr. Svo erum við með notaðar barnabækur líka. Við erum með lager af bókum niður á Eyravegi og í kjallaranum og bílskúrnum hjá eigendunum við Austurveginn. Svo erum við með heimasíðu sem heitir netbokabud.is. Þar er hægt að leita að titli eða höfundi. Þar stendur líka hvort bókin sé harðspjalda eða kilja. Ég er með kort þar sem ég get séð hvar bókina er að finna. Stundum þarf ég að fara yfir götuna til að ná í bók. Það er góð sala í notuðum bókum. Þær fara mikið út. Fólk kemur alveg úr Reykjavík bara til að skoða notuðu bækurnar. Það er töluvert um það að fólk komi hingað með bækur sem það er að losa sig við og gefur okkur þær. Við kaupum örsjaldan notaðar bækur. Ekki nema það sé eitthvað svaka sérstakt. Ef fólk kemur með marga kassa tökum við kannski einn hingað inn en hitt fer niður á Eyraveg þar sem farið er í gegnum það,“ segir Halldóra Ósk Eiríksdóttir hjá Bókakaffinu á Selfossi.

Nýjar fréttir