2.3 C
Selfoss
Home Fréttir Suðurlandsvegi lokað við Hof í Öræfum vegna rútuslyss

Suðurlandsvegi lokað við Hof í Öræfum vegna rútuslyss

0
Suðurlandsvegi lokað við Hof í Öræfum vegna rútuslyss

Klukkan 15:05 í dag bárust lögreglu upplýsingar um umferðarslys við Hof í Öræfum. Um er að ræða hópbifreið sem þar fór á hliðina. Staðfest er að í rútunni voru 32 farþegar auk ökumanns. Viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang og er aðhlynning slasaðra hafin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Þar segir enn fremur að Suðurlandsvegur sé lokaður við slysstað og ekki liggi fyrir hve lengi lokunin varir.

Frekari upplýsingar verða veittar þegar þær liggja fyrir.

Uppfært kl 17:41
Verið er að flytja fjóra slasaða einstaklinga af vettvangi með þyrlu Landhelgisgæslunnar og gera ráðstafanir varðandi flutning annarra slasaðra einstaklinga en ljóst er að nokkuð er um meiðsli. Lokun er enn í gildi á vettvangi og óljóst hvernær opnað verður fyrir umferð á nýjan leik. Lögregla vinnur að rannsókn á vettvangi.

Uppfært kl 18:24
Unnið er að því að koma öllum, slösuðum sem óslösuðum, til skoðunar og aðhlynningar. Notast verður við sjúkraflugvél Mýflugs og flugvél Landhelgisgæslunnar. Einstaklingar verða fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri og Heilbirgðisstofnunina á Selfossi. Vettvangur er enn lokaður fyrir umferð.

Uppfært 19:07
Búið er að opna fyrir umferð um slysstað. Lögregla er enn að störfum á vettvangi og eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát og tillitssemi.