3.9 C
Selfoss

Samhæfing og heildarstjórn aðgerða hefur gengið mjög vel

Vinsælast

Upp úr klukkan þrjú í dag barst útkall frá Neyðarlínunni til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) um virkjun hópslysaáætlunar í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi vegna rútuslyss í Öræfum. Fljótlega kom í ljós að um var að ræða rútu sem hafði oltið og farið út af þjóðveginum með 32 farþega innanborðs ásamt bílstjóra. Ljóst var að 2 aðilar voru fastir undir rútunni og tók um 30 mín að losa þá. Ferðamennirnir sem voru í rútunni eru allt kínverskir ferðamenn. 

Aðgerðastjórn Almannavarna var virkuðu í stjórnstöð á Selfossi og tóku forstjóri, framkvæmdastjóri hjúkrunar, mannauðsstjóri og yfirmenn sjúkraflutninga hjá HSU virkan þátt í að skipuleggja aðgerðir stofnunarinnar ásamt teymi Aðgerðarstjórnarinnar.  Samvinna lögreglu, björgunaraðila, slökkviliða, HSU og fleiri aðila í Aðgerðarstjórn gekk mjög greiðlega fyrir sig.  Um hálfs sjö í kvöld var búið að flokka áverka hinna slösuðus og ákveða flutningamáta á sjúkrahús. Aðgerðarstjórn almannavarna á Suðurlandi er einnig í beinu sambandi við Stjórnstöð almannavarna Ríkislögreglustjórans.

Læknir, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sjúkraflutingamenn og björgunarfólk var fyrst á vettvang frá HSU á Höfn í Hornafirði og Kirkjubæjarklaustri til að koma hinum slösuðu hjálpar og aðhlynningar. Að auki var sent af stað ….lið frá bæði HSU og LSH, auk fjölmargra annarra aðila. Söfnunarsvæði slasaðra var sett upp á Litla-Hofi þar sem lagt var mat á ástand og áverka hinna slösuðu. Læknir heilsugæslunnar á Höfn var aðhlynningarstjóri á vettvangi og varðstjóri sjúkraflutninga HSU var flutningsstjóri á vettvangi.  

Fjórir alvarlega slasaðir voru fluttir strax á Landspítala og munu þrír minna slasaðir verða fluttir þangað einnig. Flugvél Landhelgisgæslunnar flutti 10 slasaða til Sjúkrahússins á Akureyri og sjúkraflugvél Mýflugs flaug frá Fagurhólsmýri með 11 slasaða á sjúkrahús HSU á Selfossi og er nú fari af stað aftur til að sækja 5 sjúklinga til viðbótar af slysstað til aðhlynningar á Selfossi. Mikill viðbúnaður var á Sjúkrahúsinu á Selfossi en afar vel gekk að kalla út lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og sjúkraflutnigamenn til að taka þátt í aðgerðum á HSU. Útbúin var móttaka á Bráðamóttökum HSU á Selfossi og auk þess sett um skoðunar- og meðferðrrými í opinni móttöku og biðstofu sjúkrahússins á Selfossi til að taka við 16 slösuðum einstaklingum.  

Samhæfing og heildarstjórn aðgerða hefur gengið mjög vel í dag og í samræmi við verklag Aðgerðarstjórnar. Greiðlega gekk að flytja hjálparlið á slysstað og veita þeim slösuðu fyrstu hjálp og aðhlynningu og bráðaaðstoð. Samskipti innan heilbrigðisumdæmis Suðurlands gekk afar vel til að virkja heilbrigðsstarfsmenn á starfsstöðvum HSU í samvinnu með lögreglu, slökkviliði og björgunaraðilum. Verið er að ljúka við að flytja þá minnst slösuðu á sjúkarhús.

Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri HSU.
Fimmtudagur, 16. maí 2019.

Nýjar fréttir