-0.7 C
Selfoss

Gullin í grenndinni – samstarf skóla í sveitarsamfélagi

Vinsælast

Nemendur í Krakkaborg og Flóaskóla eru þátttakendur í skemmtilegu og fræðandi verkefni sem heitir „Gullin í grenndinni“. Verkefnið byggir á nokkurra ára reynslu af samstarfi leikskólans Álfheima á Selfossi og Vallarskóla í gegnum skógartengt útinám. Samstarfsaðilar um verkefnið eru Flóahreppur og Skógræktarfélag Villingarholtshrepps. Markmið verkefnisins er að auka þekkingu nemenda á mikilvægi þess að auka kolefnisbindingu úr andrúmslofti með því að efla skógrækt. Verkefnið er einnig unnið í góðu samstarfi við Skógræktarfélag Árnesinga og með ráðgjöf og stuðningi frá Skógræktinni. Nemendur skólanna munu vinna á vettvangi bæði í skógræktarreitnum í Skagaási og á lóð Flóaskóla og Þjórsárvers. Samhliða plöntun og umhirðu í skógarreitunum munu nemendur fræðast um skógarnytjar, fuglalíf, aðrar lífverur og fjölbreytileika vistkerfisins. Verkefnið er vel til þess fallið að auka samstarf á milli skólastiga, auka fjölbreytni í verkefnum nemenda og samþættum námsleiðum. Anna Gína Aagestad, Íris Grétarsdóttir og Ólafur Oddsson sjá um verkefnastjórn og ráðgjöf.

Nýjar fréttir