-6.7 C
Selfoss

Gaddaólar í fermingarmessu

Vinsælast

Þessa helgi áttu sér stað fermingarmessur í Selfosskirkju þar sem 27 börn fermdust á laugardeginum og 23 börn á sunnudeginum. Í messunni gerðist skemmtilegt atvik þar sem sóknarprestur, sr. Guðbjörg Arnardóttir, skellti gaddaólum á sig í miðri ræðu.

Í ræðunni fjallar Guðbjörg um Eurovision framlag okkar Íslendinga og hvaða boðskap er hægt að draga úr atriði og texta Hatara. Líkt og Hatarar, þá minnti hún fermingarbörn og aðra gesti á að hleypa kærleikanum að og láta hatrið ekki sigra.

Eins og margir Sunnlendingar, þá ætlar Guðbjörg að vera límd við skjáinn á þriðjudaginn þegar Hatarar stíga á svið í Ísrael.

Nýjar fréttir