-6.7 C
Selfoss

Tvennir tímar með vortónleika

Vinsælast

Söngsveitin Tvennir tímar, kór eldra fólks í uppsveitum Árnessýslu, heldur vortónleika sína að Flúðum sunnudaginn 12. maí nk. kl. 15:00. Stjórnandi söngsveitarinnar er Stefán Þorleifsson.

Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá þar sem eldri og yngri kynslóðir koma fram. Söngur, gleði og léttar veitingar. Vonamst hópurinn til að sjá sem flesta og eiga saman gott síðdegi. Kórinn æfir að jafnaði einu sinni í viku yfir vetrartímann. Kórfélagar eru 25.

Laugardaginn 18. maí nk. heimsækir kórin Ljósheima og Sólvelli á Eyrarbakka.

Nýjar fréttir