-3.6 C
Selfoss
Home Fréttir Nemendur Grunnskólans í Þorlákshöfn sýna pop-list

Nemendur Grunnskólans í Þorlákshöfn sýna pop-list

0
Nemendur Grunnskólans í Þorlákshöfn sýna pop-list

Nemendur í myndlistavali í Grunnskólanum í Þorlákshöfn sýna verk sem unnin hafa verið í vetur í Gallerí undir stiganum í dag, fimmtudaginn 9. maí kl:17:00. Þema sýningarinnar er pop-list sem á rætur sínar að rekja til Bretlands og Bandaríkjanna í kringum 1950. Stefnan var sett fram sem ádeila á list ríka fólksins, þar sem þemað var oft á tíðum landslag og fólk og einungis „fína“ fólkið hafði efni. Pop-list táknar allt sem er mikið, vinsælt og „kitschy“, með dass af kaldhæðni.

Þeir nemendur sem eiga verk á sýningunni eru; Birgitta Björt Rúnarsdóttir, Daníel Rúnarsson, Julija Rós Radosavljevic, Paphawee Nanghong, Rebekka Matthíasdóttir, Sigríður Fjóla Þórarinsdóttir, Sölvi Hrafn Steinþórsson og Svanhildur Eik Ben Sigurðardóttir.