-6 C
Selfoss
Home Fréttir Anna Björk bikarmeistari í latín dönsum og á leið á HM

Anna Björk bikarmeistari í latín dönsum og á leið á HM

0
Anna Björk bikarmeistari í latín dönsum og á leið á HM
Anna Björk Jónsdóttir og Ragnar Sverrisson.

Anna Björk Jónsdóttir, sem býr á Selfossi, varð bikarmeistari í latín dönsum með herra sínum Ragnari Sverrissyni um liðna helgi. Mótið sem þau tóku þátt í fór fram í íþróttahúsinu á Álftanesi dagana 4. og 5. maí sl. og var Íslandsmeistaramót í grunndönsum á hæsta getustigi, bikarmót í latín dönsum og Íslandsmeistaramót í standard dönsum. Þau Anna Björk og Ragnar unnu flokk seniora í latín dönsum og verða fulltrúar Íslands á Heimsmeistaramóti seniora í latín dönsum sem haldið verður 8. júní næstkomandi í Slóvakíu.