-7 C
Selfoss

Boðið upp á aukna þjónustu hjá Lyfju Selfossi

Vinsælast

Margar konur mættu á konukvöld Lyfju og Heilsuhússins á Selfossi í vikunni. Boðið var upp á léttar veitingar ásamt því að ýmsir sérfræðingar voru mættir til að kynna vörur og bjóða fram aðstoð og ráð. Meðal annars bauð Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur upp á svokallaða kollagenmælingu á húð með sérstöku húðgreiningartæki. Inga Kristjánsdóttir, næringarþerapisti var einnig mætt og veitti ráðgjöf.

Inga Kristjánsdóttir næringarþerapisti veitti góð ráð á konukvöldinu.

Nýlega tóku nýir eigendur við Lyfju og munu þeir leggja áherslu á að skerpa þjónustu við viðskiptavini enn frekar og verða leiðandi á því sviði. Þannig var nýlega farið að bjóða elli- og örorkulífeyrisþegum á Selfossi upp á heimsendingu á lyfjum þrisvar í viku og hefur sú viðbót mælst vel fyrir. Lyfjaskömmtunin er á sínum stað sem og blóðþrýstings- og blóðsykurmælingar fyrir hádegi virka daga. Vafalítið verður svo haldið áfram að bjóða upp á skemmtilega viðburði af og til enda gaman þegar svo mikill áhugi er fyrir hendi.

Nýjar fréttir