-1.1 C
Selfoss

Fjölmenni tók þátt í 1. maí hátíðarhöldum á Selfossi

Vinsælast

Fjölmenni safnaðist saman í ágætis veðri á Selfossi í dag til að taka þátt í kröfugöngu sem stéttarfélögin á Suðurlandi stóðu fyrir í tilefni af 1. maí, á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks. Vel var mætt í hátíðardagskrá á Hótel Selfoss enda kjaramál ofarlega í huga fólks í kjölfar þess að skrifað var undir nýja kjarasamninga á almennum vinnumarkaði fyrir þrem vikum, þar sýndi sig vel að samstaðan skilar árangri. Yfirskrift dagsins var Jöfnum kjörin – Samfélag fyrir alla og  er greinilegt að þessi yfirskrift átti góðan hljómgrunn hjá fólki.

Gangan fór frá húsi stéttarfélaganna við Austurveg 56 að Hótel Selfoss þar sem boðið var upp á veitingar og hátíðardagskrá á vegum stéttarfélaganna á Suðurlandi. Aðalræðumaður dagsins var Magnús Már Guðmundsson, framkvæmdastjóri BSRB og Álfheiður Österby námsmaður.

Í kjölfarið fylgdu skemmtiatriði meðal annars frá Leikfélagi Selfoss sem flutti atriði úr sýningu sinni Á vit ævintýranna. Unnur Birna og Dagný Halla Björnsdætur fluttu nokkur lög. Í Sleipnishöllinni var ungviðinu boðið á hestbak og var mikil ásókn í það en félagar úr þeirra röðum fóru einnig í fararbroddi kröfugöngunnar.

Nýjar fréttir