-6.6 C
Selfoss

Góður árangur á Íslandsmóti barnaskólasveita í skák

Vinsælast

Þrjár skáksveitir frá Selfossi tóku þátt í Íslandsmóti barnaskólasveita í skák, sem haldið var í Rimaskóla í Reykjavík um miðjan mars síðastliðinn, tvær úr Vallaskóla og ein úr Sunnulækjarskóla. Sveitirnar stóðu sig framar vonum og tefldu t.d. á 1. og 2. borði í lokaumferð mótsis. Sunnulækjarskóli tefldi ekki neðar en á 4. borði eftir fyrstu umferðina. Liðstjóri var Björgvin Smári, kennari og formaður Skákfélags Selfoss og nágrennis.

Alls tóku 37 sveitir þátt í mótinu og enduðu a-sveitirnar í 14. og 16. sæti. Þess má geta að sveit Flúðaskóla stóð sig einnig frábærlega vel. Greinilega er mikill áhugi og góður efniviður á Suðurlandi í skákinni.

Skákfélag Selfoss og nágrennis er með æfingar á þriðjudögum kl. 16:30–18:00 fyrir grunnskólanemendur (3.–10. bekk). Gert er ráð fyrir að nemendur kunni mannganginn og ekki eru rukkuð þátttökugjöld.

Nýjar fréttir