-3.6 C
Selfoss

Erfitt að gera upp á milli margra góðra lesara

Vinsælast

Þann 8. apríl sl. var lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fyrir grunnskólana í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu og Grunnskóla Vestmannaeyja haldin í Hvolsskóla á Hvolsvelli.

Skólarnir sex sem þátt tóku í lokahátíðinni voru Grunnskólinn á Hellu, Grunnskóli Vestmannaeyja, Hvolsskóli, Kirkjubæjarskóli, Laugalandsskóli og Víkurskóli.

Keppendur voru þrettán talsins, en að auki var nokkur fjöldi gesta viðstaddur hátíðina, m.a. foreldrar keppenda og kennarar skólanna, auk annarra góðra gesta. Nemendur Hvolsskóla úr valinu Þjóðleikur fluttu lög úr leikritinu Dúkkulísu, milli þess sem keppendur lásu upp ljóð og sögu og í hléi voru bornar fram glæsilegar kaffiveitingar. Keppendurnir þrettán stóðu sig með mikilli prýði og var dómurum vandi á höndum að gera upp á milli allra þessara góðu lesara. Á endanum stóð Lilja Dögg Ágústdóttir Hvolsskóla uppi sem sigurvegari. Í öðru sæti varð Gabríel Ari Davíðsson Grunnskóla Vestmannaeyja og í þriðja sæti Sunna Hlín Borgþórsdóttir Laugalandsskóla.

Nýjar fréttir