Tilkynnt var um val á kvenfélagskonu ársins 2018 á ársfundi Sambands sunnlenskra kvenna, sem haldinn var að Brautarholti á Skeiðum 13. apríl sl. Stjórnir kvenfélaganna velja konur úr sínum félögum til þessarar viðurkenningar. Elinborg Sigurðardóttir lýsti valinu og fór yfir glæsilegan feril Sigrúnar Ásgeirsdóttur sem félagskonu í Kvenfélagi Selfoss. Sigrún hlaut þessa viðurkenningu og fékk innrammað heiðursskjal því til staðfestingar ásamt áletruðu kökukefli, sem er farandgripur.