-3.6 C
Selfoss

Íbúðir í Edenbyggð í Hveragerði komnar í sölu

Vinsælast

Íbúðir í Edenbyggð, sem er nýtt íbúðahverfi við göturnar Ald­in­mörk og Edenmörk í Hvera­gerði, eru nýlega komnar í sölu. Framkvæmdir hófust í maí 2018 en hverfið er skipulagt með fram­tíðina í huga, með frábæra teng­ingu við göngustíga og þægilega aðkomu að bílastæðum með hleðslumöguleikum fyrir rafbíla. Miðsvæðis er leiksvæði og sælu­reitur með litlum gróðurhúsum sem íbúar geta fengið að njóta góðs af.

Alls verða 77 íbúðir í hverfinu en í fyrsta áfanga verða 25 íbúðir afhentar. Þær eru 63 til 80 fer­metrar að stærð, 2–4 herbergja. Áætlaður afhendingartími er frá júlí 2019. Íbúðum verður skilað fullbúnum en án gólfefna.

Nýjar fréttir