Vegna vorleysinga hefur stíg um urð norðanmegin við Seljalandsfoss verið lokað tímabundið. Lokunin mun líklega vara fram yfir helgi.
Í rigningum undanfarið hrundi moldarbarð á göngustíginn og varð af þeim sökum mjög hált og óþrifalegt á stígnum. Honum hefur því verið lokað meðan lagfæringar standa yfir en Þorsteinn Jónsson hjá Steinasteini sér um þær. Hægt er að fara á bak við fossinn sunnanmegin upp járntröppurnar en fara verður sömu leið til baka. Þá er einnig hægt að fara upp timburtröppur norðanmegin og á pallinn þar fyrir ofan.
Vegna lokunarinnar og því hve stígurinn er illa farinn var ákveðið að nota tækifærið og fella niður tvo stóra steina sem voru orðnir losaralegir og hætta stafaði af. Nú er bara að bíða á meðan rigningin og fossúðinn skolar moldinni og hálkunni af stígnum svo hægt sé að opna hann aftur.