3.9 C
Selfoss

Sólheimaleikhúsið frumsýnir Leitina að sumrinu

Vinsælast

Sólheimaleikhúsið frumsýnir leikritið Leitina að sumrinu á morgun sumardaginn fyrsta. Leikritið fjallar um Jón sem hefur aldrei upplifað neitt annað en sumar en lendir í því einn daginn að Kári kemur ásamt sínum mönn­um og tekur sumarið til að búa til pláss fyrir haustið. Síðan koll af kolli þarf Jón að upplifa vet­ur og vor líka og læra að meta allt það sem gerir hverja árstíð svo skemmtilega. Svo kemur í ljós hvort hann finnur aftur sumarið.

Höfundar eru leikstjórinn Guð­mundur Lúðvík Þorvalds­son, Ástþór Ágústsson og Magnús Guðmundsson. Tónlist­ina semur Hallbjörn V. Rúnars­son for­stöðuþroskaþjálfi á Sól­heimum. Rúmur helmingur íbúa og starfs­­manna Sólheima koma á ein­hvern hátt að sýningunni.

Frumsýning er fimmtu­dag­inn 25. apríl kl. 14:00.
Nánari upplýsingar um sýn­ing­ar eru á www.solheimar.is. Allir eru hjart­anlega velkomnir.

Nýjar fréttir