-0.5 C
Selfoss

Viljayfirlýsing um uppbyggingu íþróttamannvirkja í Árborg undirrituð

Vinsælast

Á aðalfundi Ungmennafélags Selfoss sem fram fór í félagsheimilinu Tíbrá þann 4. apríl sl. skrifuðu Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar, og Viktor S. Pálsson formaður Umf. Selfoss, undir viljayfirlýs­ingu um að uppbygging íþrótta­mannvirkja á Selfossvelli verði í samræmi við tillögur Alark arki­tekta sem hafa verið lagðar fram til kynningar í bæjarstjórn Ár­borg­ar og aðalstjórn Ungmenna­félags Selfoss.

Fyrsti áfangi uppbyggingar­inn­ar felur í sér hálft yfirbyggt fjöl­nota íþróttahús með aðstöðu fyrir frjálsar íþróttir og knatt­spyrnu auk þess sem göngustígur liggur hringinn í kringum knatt­spyrnuvöllinn. Fram kom á aðal­fundinum að stefnt er að því að bjóða fyrsta áfanga út í maí.

Það er von beggja aðila að uppbyggingin muni ganga vel á næstu árum en þótt fyrsti áfangi sé kominn af stað eru aðilar með­vitaðir um að eftir er að tímasetja næstu áfanga en sú vinna verði unnin á næstu mánuðum og lögð fyrir bæjarstjórn haustið 2019.

Fyrirhugurð íþróttamannvirki á íþróttavallarsvæðinu við Engjaveg á Selfossi.

Nýjar fréttir