-7 C
Selfoss
Home Fréttir Útgáfuhóf í Húsinu á Eyrarbakka í dag

Útgáfuhóf í Húsinu á Eyrarbakka í dag

0
Útgáfuhóf í Húsinu á Eyrarbakka í dag

Eftir páska kemur út bókin „Handsmíðað fyrir heimilið“. Scribe útgáfa er útgefandi bókarinnar. Í tilefni útgáfunnar verður haldið útgáfuhóf í Húsinu á Eyrarbakka í dag skírdag kl. 15-17.

Höfundur bókarinnar er Ana White, frá Bandaríkjunum, en smíðaáhugafólk kannast e.t.v. við hana því hún heldur úti vinsælu bloggi um húsgagnasmíði.

Halldóra Sigurðardóttir.

Halldóra Sigurðardóttir er þýðandi og útgefandi íslensku útgáfu bókarinnar. Aðspurð segist hún hafa dottið niður á þessa bók fyrir tilviljun þegar hún var sjálf að leita að bók til að lesa sér til um smíðar. „Það var lítið um bækur fyrir byrjendur og ég fann þessa bók á netinu. Síðar þegar ég fór að lesa bókina og smíða verkin í henni þá laust þeirri hugmynd í huga minn að þýða bókina þar sem lítið er um svona bækur hér á landi. Mér finnst Ana White hafa gert mjög góða bók, leiðbeiningarnar eru góðar og efnið aðgengilegt.“

Halldóra verður á staðnum á skírdag til að kynna bókina og sýna eitthvað af verkunum sem hægt er að smíða úr bókinni.