-1.1 C
Selfoss

Vortónleikaröð Karlakórs Rangæinga tókst vel

Vinsælast

Karlakór Rangæinga hélt ferna tónleika í síðustu viku, í Salnum í Kópavogi, Skálholti, Þykkvabæ og Kirkjubæjarklaustri. Auk þess að syngja á dvalarheimilinu Lundi og halda opna æfingu í félagsheimilinu Leikskálum í Vík. Gestasöngvari var hinn landsfrægi stórtenór Óskar Pétursson frá Álftagerði.

Tónleikarnir tókust virkilega vel og voru fjölsóttir. Að venju hófust allir tónleikar á laginu „Rangárþing“ sem er einkennislag kórsins, lag eftir Björgvin Þ. Valdimarsson og ljóð eftir Sigurjón Guðjónsson. Óskar Pétursson hafði á orði að hér væri svo sannarlega „draumalandið“ sem jafnframt var eitt þeirra laga sem Óskar flutti. Hægt er að sjá upptökur af lögum kórsins á facebook.com/karlakor.rangaeinga.

Nýjar fréttir