3.9 C
Selfoss

Páskafjör fjölskyldunnar í Rangárþingi eystra

Vinsælast

Páskahelgin verður fjölbreytt í Rangárþingi eystra en eftir stórskemmtilega og fjölsótta páskaeggjaleit í fyrra var ljóst að það væri mikill áhugi fyrir fjölskylduskemmtun sem þessari á Suðurlandinu. Í ár verður enn meira um að vera á svæðinu LAVA mun aftur standa fyrir páskaeggjaleit á laugardeginum fyrir páska en að þessu sinni verður hún tvískipt, bæði fyrir og eftir hádegi. Það verða auðvitað páskaegg í boði í verðlaun ásamt öðrum veglegum vinningum. Midgard Base Camp verður einnig með vandaða og fjölbreytta dagskrá um páskahelgina. Valborg Ólafsdóttir mun ríða á vaðið með útgáfutónleika á Skírdag og svo verður ýmislegt í boði eins og ganga á Þríhyrning, dansandi bingó og lifandi tónlist. Á föstudaginn langa verður ekki aðeins ganga á Þríhyrning heldur mun Margrét Guðjónsdóttir ganga um Hvolsvöll og segja frá lífinu í þorpinu fyrr og nú.

Midgard verður með góð tilboð á veitingum alla helgina sem og Katla mathús í LAVA. Það er nefnilega þannig að þarf enginn að vera svangur meðan Rangárþing eystra er heimsótt enda fjöldamargir veitingastaðir á svæðinu. Flott tilboð verða á gistingu og veitingum á Hótel Fljótshlíð í Smáratúni og Valhalla restaurant í Sögusetrinu verður með tilboð á veitingum og opið inn á sýninguna um Njálu svo fátt eitt sé nefnd. Ekki má svo gleyma ísbúðinni Valdísi sem er staðsett á Hvolsvelli og þar verða tilboð og páskaeggjaís, svo fátt eitt sé nefnt.

Sveitarfélagið býður frítt í sund laugardaginn 20. apríl og ekki er útilokað að hægt verði að njóta lifandi tónlistar á sundlaugarbakkanum. Sundlaugin er opin alla páskana frá 10:00 – 17:00.

Nánari dagskrá og upplýsingar um viðburðinn er á facebooksíðunni Páskafjör fjölskyldunnar og á heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is. Einnig hægt að fylgjast með á facebooksíðum fyrirtækja og sveitarfélagsins. Hlökkum til að hitta ykkur í Rangárþingi eystra um Páskahelgina.

Nýjar fréttir