-6.6 C
Selfoss

Samskiptanefnd pólska þingsins heimsótti Vallaskóla

Vinsælast

Fimmtudaginn 28. mars sl. fékk Vallaskóli á Selfossi góða heimsókn en það var hópur þingmanna frá Póllandi. Með í för var pólski sendiherrann, Gerard Pokruszynski, og Margrét Adamsdóttir, ritari sendiherra, sem einnig var túlkur hópsins.

Samskiptanefnd pólska þingsins ásamt nokkrum skólafólki úr Árborg. Mynd: Vallaskóli.

Eftir ferð um uppsveitir Árnessýslu kom hópurinn við í Vallaskóla þar sem skólastjórnendur, bæjarstjóri, sviðsstjóri fjölskyldusviðs og pólskukennarar Vallaskóla tóku móti þeim og kynntu kennslufræðilegar áherslur og húsnæði skólans. Hópurinn kom við hjá nemendum sem voru í pólskukennslu hjá Anetu Figlarska og Magdalenu Markowska. Þar áttu þingmenn gott spjall við nemendur og hrifust þeir að því að pólskukennsla væri í boði í Árborg. Þingmenn höfðu á orði að ef einhverjir kæmu til Póllands þá væru þeir velkomnir í pólska þingið í Varsjá. Þá færði þingmannahópurinn skólanum bókagjöf og að sjálfsögðu stilltu gestir og gestgjafar sér upp til myndatöku.

Nýjar fréttir