-12.6 C
Selfoss

Íbúðir við Austurveg á Selfossi seljast vel

Vinsælast

Sala á íbúðum við Austurveg 51 á Selfossi hefur gengið mjög vel. Íbúðirnar sem eru frá 88 fermetrum upp í 137 fermetra, eru ætlaðar fólki 55 ára og eldra. Þær eru með vönduðum innrétt­ing­um, svalalokun, bílastæði í upphitaðri bílageymslu, mynd­dyra­síma og hleðslueiningu í hverju bílastæði. Alls voru byggðar 28 íbúðir með upp­hit­uðum bílakjallara í þessum áfanga.

Að sögn Guðmundar Sig­urðssonar, eins af fram­kvæmda­­aðilum, eru nú þegar 24 íbúðir seldar. „Það er augljóst að svona íbúðir hefur vantað á mark­aðinn hér á Selfossi. Margir hafa selt ein­býlishús sín og keypt hér íbúð­ir,“ segir Guðmundur.

Í vor verður byrjað á áfanga tvö en í honum verða 26 íbúðir. Á myndinni hér að ofan, til vinstri, má einnig sjá tengibygg­ingu við Grænumörk en í henni er félags­aðstaða og dag­vist fyrir eldri borgara á Selfossi. Hún er á tveimur hæðum, samtals um 900 fermetrar.

Nýjar fréttir