3.4 C
Selfoss

Slökkt í logandi bifreið með eldvarnateppi

Brunavarnir Árnessýslu í samstarfi við Mannvirkjastofnun stóðu fyrir ráðstefnu um hættur í rafmagnsbílum og ökutækjum með aðra eldsneytisgjafa en hefðbundið jarðefnaeldsneyti. Meðal fyrirlesara var m.a. Frank Åstveit, aðalvarðstjóri hjá slökkviliðinu í Bergen í Noregi. Hans fyrirlestur sneri að því hvernig bregðast skyldi við eldi í m.a. rafmagnsbílum. Hluti fyrirlestursins fór svo fram utandyra þar sem kveikt var í bíl og slökkt í honum með eldvarnateppi.

Lögð var áhersla á það að ökutækin væru örugg og ekki bæri að óttast þau frekar en önnur ökutæki ef rétt væri frá þeim gengið t.d. varðandi hleðslu þeirra. Best væri að nota hleðslustöðvar eða búnað sem sérhannaður væri fyrir tækin. Varðandi slökkvistarf þarf þó að bregðast öðruvísi við eftir því hvernig tæki er verið að eiga við.

Fleiri myndbönd