Björgunarfélag Árborgar ásamt starfsmönnum Landhelgsisgæslunnar og sérsveitar Ríkislögreglustjóra halda áfram vinnu við fjölgeislamælingar á árbotni Ölfusár neðan við Ölfusárbrú. Um er að ræða framhald þeirrar vinnu sem unnin var þann 16. mars sl. Við þá vinnu munu þeir njóta aðstoðar starfsmanna háskólaseturs Vestfjarða sem lánar tæki til verksins en annarsvegar er um að ræða fjölgeislamæli af nýrri tegund (e. multibeam) og hinsvegar hliðarhljóðbylgjutæki (e. sidescansonar) sem eru frá sama framleiðanda. Með þessu vonast aðilar til að fá ítarlegri myndir af lögun gjárinnar á þessu svæði en fengust í fyrri aðgerð.