2.3 C
Selfoss

Ráðstefna um hættur í bifreiðum með aðra eldsneytisgjafa en jarðefnaeldsneyti

Vinsælast

Brunavarnir Árnessýslu í samstarfi við Mannvirkjastofnun munu á morgun, þriðjudaginn 9. apríl, standa fyrir ráðstefnu um hættur í rafmagnsbílum og ökutækjum með aðra eldsneytisgjafa en hefðbundið jarðefnaeldsneyti. Á ráðstefnunni verður einnig fjallað um eld og aðrar hættur í spennuvirkjum.

Fyrirlesarar á ráðstefnunni koma úr ýmsum áttum. Aðalerindi ráðstefnunnar flytur Frank Åstveit, aðalvarðstjóri hjá hjá slökkviliðinu í Bergen í Noregi. Það erindi fer fram á ensku og fjallar um hvernig bregðast skuli við eldi í bifreiðum með aðra eldsneytisgjafa en hefðbundið jarðefnaeldsneyti. Í kjölfarið mun Frank stjórna sýningu á slökkvistarfi í logandi bifreið með eldvarnarteppi. Aðrir fyrirlesarar á ráðstefnunni eru Lárus Kristinn Guðmundsson, varðstjóri hjá BÁ, Aðalheiður Jacobsen, framkvæmdastjóri Netparta, Halldór Halldórsson, öryggisstjóri Landsnets og Reynir Guðjónsson, öryggisstjóri Orku Náttúrunnar. Ráðstefnan er öllum opin.

Innifalið í ráðstefnugjaldi er hádegisverðarhlaðborð og kaffiveitingar.

Nýjar fréttir