3.4 C
Selfoss
Home Fréttir Tónheilun og slökunarjóga í Reykholti

Tónheilun og slökunarjóga í Reykholti

0
Tónheilun og slökunarjóga í Reykholti
Þórey Viðars, jógakennari og tónheilari.

Á morgun, fimmtudaginn 4. apríl, verður Þórey Viðars, jógakennari og tónheilari, í íþróttarmiðstöðinni í Reykholti. Hún hefur kennt jóga í að verða 6 ár og frá 2014 hefur hún spilað á kristals- og tíbeskar söngskálar bæði í tímum og á ýmsum viðburðum. Hún lauk nýverið tónheilunarnámi þar sem hún ferðaðist enn dýpra inn í heim tónheilunnar og dýpkaði skynjun sína á krafti og heilunarmætti þessarar nálgunar.

Tíminn byrjar á öndunaræfingum og léttum teygjum áður en fólk kemur sér vel fyrir í liggjandi stöðu. Þórey leiðir inn í hugleiðslu- og slökunarástand og spilar svo í framhaldi á kristals- og tíbeskum söngskálar.

Tónheilun er öflug aðferð sem þjálfar heilann til að framleiða alpha- og thetabylgjur sem losa út neikvæð áhrif streitu, breyta stigi meðvitundar og stuðla að djúpri slökun og vellíðan. Tíðni tónanna leita einnig eftir að skapa samhljóm og heilbrigði í orkukerfi okkar. Með Þórey er hægt að upplifa vellíðan á líkama, huga og sál.

Tíminn fer fram í íþróttasalnum. Eftir tímann er svo aðgangur að sundlauginni og heitu pottunum. Allir eru velkomnir en senda þarf staðfestingarpóst á thorey303@gmail.com.