-0.5 C
Selfoss
Home Fréttir Atli ráðinn sviðsstjóri mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar

Atli ráðinn sviðsstjóri mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar

0
Atli ráðinn sviðsstjóri mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar
Atli Marel Vokes
Atli Marel Vokes.

Í tilkynningu frá Sveitarfélaginu Árborg kemur fram að Atli Marel Vokes hafi verið ráðinn sviðsstjóri mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar. Atli er með B.Sc. í byggingartæknifræði frá VIA University College í Danmörku og er húsasmíðameistari með skráð gæðavottunarkerfi. Atli uppfyllir afbragðs vel allar kröfur og hæfniviðmið sem sett voru fram í auglýsingu um starfið, segir í tilkynningu.

Atli hefur átt farsælan starfsferil sl. 6 ár sem deildarstjóri og staðgengill skrifstofustjóra hjá skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlandsins, á umhverfis og skipulagssviði Reykjavikurborgar.

Í störfum sínum hefur Atli öðlast mikla reynslu af áætlanagerð, útboðsmálum, innkaupum, verkefnastjórnun, teymisvinnu og útfærslu og innleiðingu lausna í tækni- og snjallvæðingu. Hann hefur tekið þátt í þróun nýs  ábendingarvefjar borgarinnar, auk innleiðingu annarra snjalllausna á sviðinu. Atli hefur borið ábyrgð á rekstri og starfsmannamálum í vesturhluta borgarinnar og þar falla undir m.a. þrjár hverfa- og verkbækisstöðvar. Í störfum hans hefur reynt á samstarf við fjölda starfsfólks annarra deilda borgarinnar og fjölmarga hagsmunaaðila.