1.7 C
Selfoss

Húsvörðurinn kvaddur eftir 41 árs starf

Vinsælast

Um síðustu mánaðamót lét Guðmundur Baldursson af störfum eftir 41 árs starf sem húsvörður í Vallaskóla á Selfossi. Gúndi, eins og hann er oftast kallaður, hóf störf við skólann vorið 1978 og hefur starfað þar allar götur síðan.

Af þessu tilefni var hann kvaddur með kaffisamsæti og honum þökk­uð góð og gifturrík störf allan þennan tíma. Jafnframt var honum óskað allra heilla í fram­tíðinni. Telja má víst að margir lesendur Dagskrárinnar hafi stund­að grunnskólanám á Sel­fossi undir vökulum augum Gúnda.

Nýjar fréttir